You are here

Viljastyrkur

 

Saffran hefur stofnað nýjan afreks- og styrktarsjóð, VILJASTYRK, sem ætlað er að styðja við bakið á íslensku afreksfólki í íþróttum. Á hverju ári verður fimm milljónum króna deilt á fimm íþróttamenn sem allir eru í fremstu röð á sínu sviði — og hafa háleit markmið um árangur.
 
Styrkurinn er í formi peningaupphæðar og matarúttekta á veitingastöðum Saffran og mun auðvelda íþróttafólkinu að stunda æfingar og sækja keppnir víðsvegar um heiminn.
 
Þeir íþróttamenn sem hljóta styrk úr sjóðnum á þessu ári eru: Kári Steinn Karlsson hlaupari, Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari, Þorbjörg Ágústsdóttir skylmingakappi, Vignir Þór Sverrisson þríþrautarkappi og Jón Margeir Sverrisson sundmaður.
 
Á hverju ári mun Fagráð Saffran sem skipað er þremur einstaklingum á íþróttasviði tilnefna fimm íþróttamenn til Viljastyrks. Einnig verður hægt að sækja um Viljastyrk heimasíðu Saffran.

Hér getur þú kynnt þér allt um Viljastyrkinn.
 
Sent inn: 19.04.2013