You are here

FoodCo kaupir Roadhouse

FoodCo hf. hefur fest kaup á veitingastaðnum Roadhouse á Snorrabraut en staðurinn hefur verið starfræktur síðan árið 2012 og notið mikilla vinsælda. Roadhouse verður þar með tuttugasti veitingastaðurinn í eigu félagsins og segir Jóhann Örn Þórarinsson, forstjóri FoodCo, hann góða viðbót við þá staði sem félagið á og rekur. „Við erum erum mjög ánægð með að fá að taka þátt í því flotta verkefni sem Roadhouse er. Staðurinn er vel rekinn, þar vinnur gott fólk og ætlum við auðvitað að vanda áfram vel til verka og sjá til þess að hann haldi áfram að njóta vinsælda á meðal landsmanna.