You are here

Eldsmiðjan á Bragagötu endurhönnuð

Eldsmiðjan á Bragagötu hefur verið starfrækt í bráðum 30 ár og er á meðal vinsælustu pizzustaða landsins. Til að gera gott enn betra var innanhúsarkitektinn Rut Káradóttur fengin á dögunum til að endurhanna staðinn og tókst virkilega vel til. Enn meiri áhersla var lögð á ítalskt yfirbragð og meðal annars stuðst við gróf viðarborð á gólfi, dökkar innréttingar og notalega lýsingu til að gera upplifun gesta sem jákvæðasta.