You are here

Nýr Eldsmiðjuvefur

 

Nýr snjallvefur Eldsmiðjunnar var nýverið opnaður á eldsmiðjan.is, en vefsvæðið var endurhannað frá grunni með hliðsjón af vaxandi kröfum um bættan aðgang á netinu með hinum ýmsu snjalltækjum. Þá er einnig hægt að sjá hvernig allar pizzur á matseðli Eldsmiðjunnar eru búnar til.

Vefgerðin sem byggt er á er svokallaður snjallvefur (e. responsive web design), en hann skynjar hvers konar tæki notandinn er með þegar hann skoðar vefinn og aðlagar sig að skjástærð hans og búnaði. Snjallvefurinn tryggir að gæði vefsvæðisins skili sér til notenda óháð tækjabúnaði þeirra. Þannig þarf ekki að vera með sérútgáfur af vefnum, sem oft eru í mismiklum gæðum, fyrir ólíkar gerðir tækja.

Við hönnunina var litið til þess að stór hópur viðskiptavina nálgast vefinn á öðrum stöðum en við borðtölvuna sína. Fólk vill geta skoðað matseðla, pantað mat og fengið upplýsingar um verð og tilboð áður en það kemur á staðinn. Vefurinn á að endurspegla Eldsmiðjuna í huga viðskiptavina, sem treysta því að allt sé unnið af mikilli ástríðu. Grunngildin eiga þannig að sjálfsögðu að koma fram bæði í matnum og þjónustunni, hvort sem hún er í eigin persónu eða á netinu.

Sent inn: 20.03.2013