120 g glóðargrillaður og sérlagaður ungnautaborgari. Kjötið sjálft er einstakt því það er blandað cheddar osti og beikoni. Með bræddum Cheddar og Búra osti, nautaþynnum, trufflumajói, stökkum jarðskokkum, pikkluðum lauk, söxuðum vorlauk og sérstakri oriental dressingu frá Viktori og Hinriki.

120 g top quality icelandic beef mixed with cheddar and bacon. With melted Cheddar and Búri cheese,tender beef strips, truffle mayo, crispy artichokes, pickled onion, chopped spring onion and oriental dressing. Designed by Viktor & Hinrik.

SAMEINAST Í GLEÐIPINNUM

Gleðipinnar verða til

Eigendur Gleðipinna sem reka Keiluhöllina, Shake & Pizza, Hamborgarafabrikkuna og Blackbox og eigendur Foodco sem reka American Style, Eldsmiðjuna, Saffran, Aktu taktu, Pítuna, Roadhouse og Kaffivagninn, hafa ákveðið að sameinast undir nafni Gleðipinna. Markmið hins sameinaða félags er skýrt. Að auka gæði og þjónustu á öllum stöðum ásamt því að gera endurbætur á útliti margra staðanna. Ráðist verður í viðamikla vöruþróun í samstarfi við landsþekkta martreiðslumenn, þar má nefna Eyþór Rúnarsson, Karl Viggó Viggósson, Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson, og gómsætar og spennandi nýjunagar verða kynntar til sögunnar. Hið sameinaða veitingafélag Gleðipinna mun einnig leggja mikla áherslu á að skapa framúrskarandi starfsvettvang fyrir starfsfólk sitt og mun m.a. bjóða starfsmönnum sínum námsstyrki og sveigjanleika til að stunda nám samhliða vinnu. Sameiningin er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu og er niðurstöðu að vænta fyrir áramót.

Jóhannes Ásbjörnsson og Karl Viggó Viggósson hjá Blackbox með Blackbox pizzaborgarann

GLEÐIPINNAR

Áherslan verður á aukin gæði

Við í Gleðipinnum hlökkum mikið til þessa verkefnis. Okkur hefur gengið vel með þá staði sem við höfum opnað, Fabrikkuna, Keiluhöllina og Shake&Pizza og höfum aldrei gefið afslátt af gæðum matar og þjónustu. Það er einmitt sú nálgun sem við ætlum að beita í sameinuðu félagi Gleðipinna. Við ætlum að fara yfir alla matseðla, öll hráefnisinnkaup og útlit allra staðanna og auka gæðin allstaðar. Í sumum tilfellum munum við stækka skammtana, bæta framsetninguna og vinna statt og stöðugt að því að viðskiptavinir okkar upplifi meiri gæði, betri mat og betri þjónustu“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, verðandi markaðsstjóri Gleðipinna og einn af aðaleigendum. „Umræðan um þessa sameiningu hefur sumsstaðar verið á misskilningi byggð. Sumir virðast halda að Foodco hafi verið að taka yfir okkar staði. Því er þveröfugt farið. Við erum að sameinast undir nafni Gleðipinna og ætlum okkur að auka gæði allra staða hins sameinaða félags svo um munar“, bætir Jóhannes við.